Ógleymanlegt kvöld á frábærum styrktartónleikum

Við erum í skýjunum með Styrktartónleika Parkinsonsamtakanna sem voru í gærkvöldi. Við sendum okkar bestu þakkir til Davíðs Þórs Jónssonar og Helga Júlíusar Óskarssonar sem sáu um alla skipulagningu, til allra listamannanna sem komu fram, tæknimannanna, Gamla Bíó, Rolf Johansen og Subway á Íslandi. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum áheyrendunum fyrir komuna. Stuðningurinn sem þið hafið öll sýnt Parkinsonsamtökunum er ómetanlegur.