Nýtt tangónámskeið fyrir byrjendur eftir áramót

Parkinsonsamtökin á Íslandi ætla að bjóða félagsmönnum sínum upp á nýtt 6 vikna námskeið í argentínskum tangó eftir áramótin. Námskeiðið verður kennt á fimmtudögum kl. 19.30 og hefst fyrsti tíminn 12. janúar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að tangó hefur afar góð áhrif á einkenni Parkinsonsjúkdómsins og víða um heim er tangó notaður sem meðferð við Parkinson.

Það þarf tvo í tangó og mikilvægt að annar dansfélaginn sé ekki með Parkinson og geti veitt dansfélaga sínum stuðning. Til að hægt sé að halda námskeiðið þarf 5-6 pör og við vonum að félagsmenn nýti þetta frábæra tækifæri og skrái sig á námskeiðið. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.