Nýjar rannsóknir lofa góðu

Vísindamenn við Háskólann í Lundi í Svíþjóð hafa fundið aðferð sem gæti læknað skemmdir í heila af völdum Parkinsonsjúkdómsins. Þeir segja að niðurstöður rannsókna gefi von um árangursríka meðferð við Parkinsonsjúkdóminum. Meðferðin miðar að því að taka stofnfrumur úr fólki og breyta þeim í taugafrumur sem framleiða dópamín. Rannsóknin sýnir að hægt sé að búa til fullkomnar taugafrumur úr stofnfrumum. Mörgum spurningum er ósvarað og til dæmis hafa enn ekki verið gerðar rannsóknir á mönnum þar sem stofnfrumum er breytt í taugafrumur en talið er að þær rannsóknir geti hafist árið 2017. Þó að það sé langt í land þá eru þetta virkilega góðar fréttir og stórt skref í rétta átt.

BBC fréttastofan fjallar um málið hér og einnig er hægt að lesa um það á heimasíðu Háskólans í Lundi hér.