Skilmálar

Netverslun Parkinsonsamtakanna er opin allan sólarhringinn. Allur ágóði af sölu í netversluninni rennur óskiptur til Parkinsonsamtakanna.

Verð á vörum
 • Verð sem birtast í netversluninni eru ýmist með 11% eða 24% virðisaukaskatti.
 • Verð er birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl og Parkinsonsamtökin áskilja sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum hafi rangt verð verið gefið upp.
 • Viðskiptavinir fá tilkynningu ef pöntuð vara er ekki til á lager tímabundið og upplýsingar um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
 • Ef pöntuð vara er ekki til á lager til lengri tíma munu Parkinsonsamtökin endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.
Sendingarmöguleikar

Allar vörur í netversluninni eru sendar til viðskiptavina með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Sendingarkostnaður
 • Innanlands: Enginn sendingarkostnaður
 • Innan Evrópu: 650 kr.
 • Utan Evrópu: 1.075 kr.

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils, áður en greiðsla fer fram.

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 2–4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Greiðslumöguleikar
 • Í netverslun Parkinsonsamtakanna er boðið upp á tvær greiðsluleiðir; með kreditkortum eða debetkortum.
 • Viðskiptavinir fá senda staðfestingu á tölvupósti þegar greiðsla hefur borist.
 • Hægt er að greiða pöntun með öllum helstu kreditkortum.
 • Greiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.
Skilafrestur og endurgreiðsla
 • Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með.
 • Almennur skilafrestur á vörum er 30 dagar.
 • Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.
 • Ef vara reynist gölluð greiða Parkinsonsamtökin fyrir endursendingu vörunnar.
Öryggi og trúnaður

Það er öruggt að versla í netverslun Parkinsonsamtakanna. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Fyrirtækjaupplýsingar

Parkinsonsamtökin á Íslandi
Kt. 461289-1779
Hátúni 10
105 Reykjavík
Sími: 552 4440
Netfang: parkinsonsamtokin@gmail.com

Skrifstofa Parkinsonsamtakanna er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9.00-12.00.