Námskeið hjá Styrk sjúkraþjálfun fyrir fólk með Parkinson

Parkinsonsamtökin bjóða félagsmönnum sínum upp á námskeið hjá Sigurði Sölva Svavarssyni, sjúkraþjálfara hjá Styrk sjúkraþjálfun.

Námskeiðið verður tvö skipti, mánudagana 13. og 20. febrúar kl. 17.30-18.30. Kennslan fer fram í húsakynnum Styrks sjúkraþjálfunar, Höfðabakka 9 (sjá kort).

Í fyrri tímanum væri farið yfir ökkla, hné, mjöðm og mjóbak. Í seinni tímanum verður farið yfir brjóstbak, axargrind, háls og handleggi.

Fyrir fyrsta tíma ætlar Sigurður Sölvi að senda tölvupóst á þáttakendur með stuttum spurningalista þar sem þáttakendur taka fram hvað er að trufla þá mest út frá stirðleika/stoðkerfisverkjum í daglegum athöfnum svo hann geti unnið sem best út frá einstaklingunum sem taka þátt í námskeiðinu.

Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10 manns.

Námskeiðið kostar 8.220 kr. en Parkinsonsamtökin ætla að niðurgreiða námskeiðið fyrir fullgilda félagsmenn um 50% þannig að kostnaður fyrir félagsmenn er aðeins 4.110 kr. Hægt er að skrá sig í félagið hér en félagsgjaldið er 3.000 kr. á ári.

Í framhaldi af námskeiðinu verður kannað með áhuga félagsmanna á reglulegri hópþjálfun fyrir fólk með Parkinson 2-3 sinnum í viku hjá Styrk sjúkraþjálfun.

Uppfært 10. febrúar:

Skráningu á námskeiðið er lokið en skráning á biðlista fyrir næsta námskeið er hafin. Þeir sem skrá sig hér fyrir neðan verða látnir vita þegar skráning á næsta námskeið hefst.