Nýtt námskeið hjá Styrk sjúkraþjálfun – Biðlisti

Parkinsonsamtökin ætla að bjóða þeim félagsmönnum sem ekki komust á námskeið hjá Styrk sjúkraþjálfun í febrúar, að skrá sig á biðlista og fá tölvupóst þegar næsta námskeið verður haldið, sem verður um leið og lágmarksfjölda þátttakenda er náð.

Námskeiðið verður tvö skipti og kennslan fer fram í húsakynnum Styrks sjúkraþjálfunar, Höfðabakka 9 (sjá kort). Kennari er Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari.

Í fyrri tímanum væri farið yfir ökkla, hné, mjaðmir og mjóbak. Í seinni tímanum verður farið yfir brjóstbak, axargrind, háls og handleggi.

Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10 manns.

Námskeiðið kostar 8.220 kr. en Parkinsonsamtökin ætla að niðurgreiða námskeiðið fyrir fullgilda félagsmenn um 50% þannig að kostnaður fyrir félagsmenn er aðeins 4.110 kr. Hægt er að skrá sig í félagið hér en félagsgjaldið er 3.000 kr. á ári.

Þeir sem skrá sig hér fyrir neðan verða látnir vita þegar skráning á næsta námskeið hefst.