Lífsgæði Parkinsonsjúklinga eru minni hér en erlendis

Lífsgæði sjúklinga með Parkinsonssjúkdóm eru minni hér en í nágrannalöndunum segir Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir. Ástæðan sé sú að meðferð hér á landi sé mörgum árum á eftir því sem tíðkast á háskólasjúkrahúsum erlendis. Fréttastofa RÚV fjallaði um málið í vikunni og tók viðtöl við Björn Loga, taugalækni og Snorra Má Snorrason, formann Parkinsonsamtakanna, sem hefur miklar áhyggjur af stöðu Parkinsonsjúklinga hérlendis.

Úr fréttum RÚV: viðtal við Björn Loga og viðtal við Snorra Má (ath. að fréttin byrjar á mínútu 2.47).