Leiðin að árangri, upptaka, æfingar og tilboð

Mánudaginn 11. september var Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari með fyrirlesturinn „Leiðin að árangri“ á fræðslufundi hjá Parkinsonsamtökunum.

Glærurnar frá fyrirlestrinum má skoða hér: PWR Fyrirlestur. Sigurður Sölvi býður öllum í Parkinsonsamtökunum að fá sent byrjenda prógram og svara fyrirspurnum á netfanginu: sigurdur@styrkurehf.is. Hann býður einnig öllum félagsmönnum í Parkinsonsamtökunum tilboð í tækjasalinn hjá Styrk, Höfðabakka 9. Kort sem gildir til áramóta er á 12.000 kr. á tilboði. Til að nýta sér tilboðið hafið samband við afgreiðsluna hjá Styrk í s. 587-7750.

Fundurinn var tekinn upp á myndband til að koma til móts við þá félagsmenn sem búa á landsbyggðinni og þá félagsmenn sem höfðu af einhverjum ástæðum ekki tækifæri til að koma á fundinn. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu á Facebooksíðu Parkinsonsamtakanna og hér er hægt að horfa á upptökuna. Allir fræðslufundir í vetur verða teknir upp á myndbönd og við vonum að það mælist vel fyrir hjá félagsmönnum.