Jóhann er nýr þáttastjórnandi á Radio Parkies

Jóhann Rafnsson er nýr þáttastjórnandi á Radio Parkies. Hann verður með Vilborgu í þættinum fimmtudaginn 9. febrúar en verður með sinn fyrsta þátt fimmtudaginn 16. febrúar. Þau ætla síðan að skiptast á að vera með útvarpsþætti alltaf á fimmtudögum kl. 21.00. Ekki missa af fyrsta þættinum með Vilborgu og Jóhanni. Radio Parkies er útvarpsstöð á netinu. Til að hlusta er hægt að smella hér og smella síðan á „play this radio station“ sem er ofarlega hægra megin á síðunni sem opnast.