Jafnvægis- og styrktarþjálfun hjá Styrk

Jafnvægis- og styrktarþjálfun fyrir fólk með Parkinson hefst hjá Styrk sjúkraþjálfun þriðjudaginn 15. ágúst nk. Þjálfunin verður tvisvar í viku í húsnæði Styrks á Höfðabakka 9, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.30 – 16.30.

Sigurður Sölvi, sjúkraþjálfari, sér um að þjálfa hópinn en hann hefur sérhæft sig í þjálfun fólks með Parkinson og í sumar fór hann á námskeið í PWR! Parkinson Wellness Recovery í Noregi en PWR! er nýtt æfingaprógram sem er sérsniðið að fólki með Parkinson.

Sigurður Sölvi var með verkjanámskeið ásamt jafnvægis- og styrktarþjálfun síðasta vetur og fékk mjög góða dóma frá þátttakendum á námskeiðunum.

Verðið er mismunandi fyrir einstaklinga en fer eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga um hópþjálfun og greitt er fyrir þá tíma sem mætt er í.

Skráðu þig og vertu með!

Skráning