iPad í starfi og frístundum

TMF tölvumiðstöð býður upp á nýtt námskeið „iPad í starfi og frístundum“.

  • Á námskeiðinu verður farið í helstu möguleika iPad og ýmsar gagnlegar stillingar skoðaðar.
  • Skoðuð verða nokkur öpp sem nýtast vel í starfi s.s. textavinnslu, glærugerð og skipulagningu.
  • Farið í myndir og skipulagningu mynda í myndasafninu.
  • Skoðuð verða nokkur ókeypis öpp sem taka við myndum og sýnt hvernig hægt er að nota þau á margvíslegan hátt í frístundum og starfi.

Félagsmenn Parkinsonsamtakanna geta tekið þátt í námskeiðinu. Námskeiðsgjaldið er 5.500 kr. en hægt er að sækja um endurgreiðslu frá stéttarfélögum vegna námskeiða hjá TMF tölvumiðstöð.

Allar nánari upplýsingar má finna hér.