Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2016

Nefnd um Hvatningarverðlaun ÖBÍ hefur ákveðið að framlengja frest til að senda inn tilnefningar til 1. október næstkomandi. Verðlaunin verða veitt í tíunda sinn laugardaginn 3. desember næstkomandi, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Markmið verðlaunanna er að skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk og vekja athygli á þeim sem þykja skara fram úr og endurspegla nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum:

  • Flokki einstaklinga.
  • Flokki fyrirtækja/stofnana.
  • Flokki umfjöllunar/kynningar.

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, er verndari verðlaunanna.

Tilnefningar má senda með rafrænu eyðublaði á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni:
http://www.obi.is/is/um-obi/hvatningarverdlaun-obi/hvatningarverdlaun-eydublad

Einnig er hægt að senda tilnefningar í bréfpósti til:

ÖBÍ
Sigtúni 42
105 Reykjavík