Hvatningarhátíð – móttaka fyrir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni

Fimmtudaginn 17. ágúst ætla Parkinsonsamtökin að bjóða öllum hlaupurum sem hlaupa til styrktar Parkinsonsamtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu til móttöku í Setrinu, Hátúni 10 milli kl. 16 og 18.

Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur, heldur fyrirlestur um undirbúning fyrir hlaup kl. 17.00. Gunnar Páll er þaulreyndur hlaupari og þjálfari. Hann var landsliðsmaður í hlaupagreinum frá frá 400m upp í 5000m og hefur þjálfað hlaupahópa og afreksfólkið Anítu Hinriksdóttur og Kára Stein Karlsson.

Boðið verður upp á léttar veitingar og allir hlaupararnir fá glaðning, Parkinsonbol eftir Hugleik Dagsson, til að nota í hlaupinu.

Allir félagsmenn og hlauparar eru hvattir til að mæta.