Hjálpartækjasýning í Laugardalshöll 5. og 6. maí 2017

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar mun halda glæsilega hjálpartækjasýningu í Laugardalshöllinni dagana 5. og 6. maí 2017. Sýningin ber yfirskriftina: Tækni – lífsstíll – heilsa. Sýningin var fyrst haldin árið 2013 og komust færri að en vildu. Þekkingarmiðstöðin heldur upp á 5 ára afmæli sitt á þessu ári og þess vegna verður sýningin enn veglegri en áður.

thumbnail of dagskra_hjalpartækjasyningin_07