Haustferð á Akranes

Laugardaginn 16. september verður farið í haustferð á Akranes. Það verður lagt af stað kl. 10.30 frá Hátúni 10 og liggur leiðin beina leið upp á Akranes. Það verður byrjað á því að fara í vitann á Akranesi, hann skoðaður og sungin nokkur lög. Bjarki Sveinbjörnsson, sem stjórnar samsöngnum, ætlar að koma með í ferðina og taka harmonikku með og sjá um undirleik. Þá verður farið í Garðakaffi og borðaður hádegisverður og byggðasafnið skoðað. Að lokum verður komið við í Antíksölunni. Ef tími gefst til munum við keyra Hvalfjörðinn til baka til Reykjavíkur. Áætluð koma til Reykjavíkur er um kl. 16.00-16.30.

Miðaverð er 3.000 kr. fyrir félagsmenn en 5.000 kr. fyrir aðra. Innifalið er rúta, hádegisverður, aðgangur að byggðasafninu og síðdegishressing. Miðasala fer fram hér.