Hanna greindist 41 árs með Parkinson: „Ég læt ekkert stöðva mig“

Hanna Vilhjálmsdóttir greindist 41 árs með Parkinson fyrir tveimur árum síðan. Hún er í viðtal á Vísi.is í dag og hægt er að lesa viðtalið við hana hér. Hanna ætlar að hlaupa til styrktar Parkinsonsamtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu þann 19. ágúst nk. og hægt er að heita á hana og styrkja Parkinsonsamtökin hér.

Hanna er ein af fjölmörgum sem hlaupa til styrktar Parkinsonsamtökunum núna í ár. Hægt er að sjá lista yfir alla hlauparana hér. Við erum gríðarlega þakklát fyrir alla hlauparana sem leggja svo hart að sér í þágu Parkinsonsamtakanna. Fjáröflunin í Reykjavíkurmaraþoninu er gríðarlega mikilvæg fyrir samtökin – Margt smátt gerir eitt stórt!