Gerum lækningu að veruleika

Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonsamtökin óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við áskorun til Sameinuðu þjóðanna um að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess.
Hjálpaðu okkur að gera lækningu að veruleika og skrifaðu undir áskorunina á www.taugakerfid.is