Fyrirlestrar Jónínu og Andra

Á síðasta fræðslufundi Parkinsonsamtakanna fengum við góða gesti þau Jónínu Hafliðadóttur sem er hjúkrunarfræðingur á taugadeild LSH og Andra Þór Sigurgeirsson sem er sjúkraþjálfari á taugasviði Reykjalundar. Í sumar styrktu Parkinsonsamtökin Jónínu og Andra til að fara á Parkinsonráðstefnu í San Diego. Á síðasta fundi héldu þau svo fyrirlestra og sögðu okkur frá öllu því helsta sem kom fram á ráðstefnunni.

Fundurinn var mjög þétt setinn og gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að koma. En þeir sem misstu af honum geta nú séð fyrirlestrana á nýrri YouTube rás Parkinsonsamtakanna.

Undanfarnar vikur hefur stjórnin unnið hörðum höndum að því að koma upp tækjabúnaði og öðru sem gerir okkur kleift að setja upptökur af fundunum á netið. Það er von okkar að þessi nýjung mælist vel fyrir hjá félagsmönnum.

Andri og Jónína voru svo góð að leyfa okkur að setja glærurnar frá fyrirlestrunum á netið, svo hér má finna glærurnar frá Andra og glærurnar frá Jónínu.