Fundur fyrir ungt fólk með Parkinson

Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 17:30 verður fundur í Hátúni 10 fyrir ungt fólk með Parkinson (55 ára og yngri). Þetta er nokkurs konar stofnfundur hópsins þar sem Parkinsonsamtökin hafa ekki áður verið með sérstakt starf fyrir unga fólkið. Hugmyndin er að nota þennan fyrsta fund til að hittast og kynnast og sjá hvernig hægt nýta þennan hóp, hvort sem það er til að fá fræðslu, stunda saman hreyfingu eða útivist, setja á stofn jafningjastuðning eða að vinna að ákveðnum verkefnum saman. Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Allir Parkinsongreindir sem eru 55 ára eða yngri eru hvattir til að koma á þennan fyrsta fund hópsins. Boðið verður upp á léttar veitingar.