Fræðslufundur 23. október: PWR!4Life – viðhorf iðjuþjálfa

Mánudaginn 23. október verður fræðslufundur kl. 16:30 í Setrinu, Hátúni 10. Gestur fundarins verður Erica do Carmo Ólason, iðjuþjálfi í Parkinsonteyminu á Reykjalundi. Hún ætlar að segja okkur frá PWR!4Life (power for life) æfingarkerfi fyrir fólk með Parkinson og viðhorfi iðjuþjálfa til PWR!4Life en Erica fór á námskeið í PWR! í Noregi sl. sumar.