Fræðslufundur 11. september: Leiðin að árangri

Mánudaginn 11. september kl. 16.30 verður fræðslufundur hjá Parkinsonsamtökunum í Setrinu, Hátúni 10. Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, ætlar að fjalla um Parkinson Wellness Recovery – PWR! æfingakerfi en hann sótti námskeið í PWR! í Noregi í sumar. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Facebook síðu Parkinsonsamtakanna og mun síðar vera aðgengilegur á heimasíðunni.