Frábær fyrirlestur á laugardaginn

Síðastliðinn laugardag hélt doktor Ingibjörg H. Jónsdóttir fyrirlesturinn Mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna fyrir okkur á Grand Hóteli. Fyrirlesturinn var alveg frábær og þar komu fram mjög áhugaverðar upplýsingar um hvað hreyfing getur haft gríðarlega mikil áhrif á heilsufarið. Ingibjörg talaði m.a. um nýleg rannsókn frá Cambridge háskóla sem sýnir að 20 mínúta göngutúr á dag getur minnkað líkur á ótímabærum dauða um 16-30% en hér má finna frétt um rannsóknina. Eftir fyrirlesturinn kynnti Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari hreyfiseðla á Íslandi og hvernig þeir eru notaðir til að aðstoða fólk við að gera hreyfingu að daglegri venju. Við sendum Ingibjörgu og Héðni kærar þakkir fyrir.

Fyrir áhugasama þá má sjá línurit og töflur sem Ingibjörg notaði í fyrirlestrinum sínum hér.