Flottar stoðvörur í verslun SÍBS

Síðastliðinn fimmtudag var okkur boðið í heimsókn í nýja og glæsilega verslun SÍBS í Síðumúla 6. Þar fengum við virkilega góðar móttökur og kynningu á vörum sem geta hentað fólki með Parkinson. Sérstaka athygli fékk þessi skeið sem getur hjálpað fólki sem er með handskjálfta. Skeiðin er til sýnis í versluninni og öllum velkomið að líta við hjá þeim og fá að prófa hana. Í verslun SÍBS eru margar flottar stoðvörur og í meðfylgjandi skjali má sjá nokkrar sem geta komið að góðum notum (smellið á myndina til að stækka hana).

thumbnail of Parkinsonsamtökin-SÍBSverslun