Fimmtu Skemmtiferðinni lokið

Í gær fór Snorri Már síðustu kílómetrana til Egilsstaða og er því fimmtu Skemmtiferðinni lokið. Kristrún, eiginkona Snorra, hefur alltaf fylgt Snorra eftir og hefur hún verið ómetanlegur stuðningur í öllum ferðunum. Við óskum Snorra og Kristrúnu innilega til hamingju með að klára þennan áfanga.

Með markvissri hreyfingu hefur Snorri Már viðhaldið heilsunni og náð að sporna við framgangi sjúkdómsins. Megi Skemmtiferðin verði okkur öllum hvatning til að hreyfa okkur meira á hverjum einasta degi.

Hér má sjá myndir frá lokadegi Skemmtiferðarinnar.