Dj Jói á Radio Parkies fimmtudaginn 16. febrúar

Síðasta fimmtudag voru Dj Vilborg og Dj Jói saman með þátt á Radio Parkies en héðan í frá munu þau að skiptast á að vera með útvarpsþætti alltaf á fimmtudögum kl. 21.00. Fimmtudaginn 16. febrúar verður fyrsti þátturinn hans Jóa og við hvetjum alla til að hlusta. Útvarpsstöðin Radio Parkies er eingöngu á netinu og til að hlusta er smellt hér á fimmtudaginn kl. 21.00 og þá opnast heimasíða og þar þarf að smella á „Play this radio station“ sem er ofarlega hægra megin á síðunni sem opnast.

Þeir sem misstu af þættinum í síðustu viku geta hlustað af upptöku af honum hér.