Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu hjá Reykjavíkurborg

Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar þann 17. nóvember sl. voru samþykktar breytingar á reglum um stuðningsþjónustu hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt nýjum reglum getur einstaklingur sem náð hefur 67 ára aldri sótt um þjónustu skv. lögum um málefni fatlaðs fólks ef sýnt þykir að fötlun hans stafi ekki af aldurstengdri skerðingu. Þetta á m.a. annars við um ferðaþjónustu fatlaðra og liðveislu.

Þetta er afar góðar fréttir og við hjá Parkinsonsamtökunum fögnum þessum breytingum.