Betri þjónusta – bætt lífsgæði

Stjórn Parkinsonsamtakanna vinnur nú að því að finna leiðir til að bæta ýmsa þjónustu við Parkinsongreinda og aðstandendur þeirra. Liður í því er að leita eftir upplýsingum um hvaða þjónustuþætti Parkinsongreindir eru helst að nýta. Þess vegna hefur verið útbúin könnun en niðurstöðurnar úr henni munu hjálpa stjórninni að átta sig á stöðunni og sjá hvaða atriði þarf helst að bæta. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í könnuninni til að stjórnin geri sér grein fyrir hversu mikil þörf er á ákveðnum þjónustuþáttum.

Allir Parkinsongreindir eru hvattir til að svara könnuninni hvort sem þeir eru félagsmenn í Parkinsonsamtökunum eða ekki. Aðstandendur geta líka svarað könnuninni fyrir Parkinsongreinda ástvini sína.

Smelltu hér til að svara könnuninni.