Arnar Ástráðsson vinnur að stofnfrumurannsókn

Stjórn Parkinsonsamtakanna hitt nýverið Arnar Ástráðsson, taugaskurðlækni, en hann starfar sem læknir í Kaupmannahöfn og vinnur einnig í alþjóðlegu teymi að viðamikilli rannsókn við Harvard Medical School. Á fundinum skýrði Arnar frá rannsókninni sem hann vinnur að en um er að ræða stofnfrumurannsókn sem hefur það markmið að þróa meðferð við Parkinson en gæti einnig nýst við meðferð á öðrum sjúkdómum. Arnar var bjartsýnn á að þessi rannsókn gæti skilað góðum niðurstöðum en þessi meðferð hefur ekki verið prófuð á sjúklingum enn sem komið er en ef allt gengur upp þá ætti það að gerst innan fárra ára. Hægt er að lesa nánar um rannsóknina í vísindaritinu Cell Stem Cell.

Við erum bjartsýn á framtíðina þó að við viljum halda okkur á jörðinni því enn er langt í land. En við erum þakklát fyrir allar þær rannsóknir sem verið er að vinna að út um allan heim og fyrir allt fólkið sem leggur hart að sér við að finna meðferð og lækningu við Parkinsonsjúkdómnum.