Anna Björnsdóttir taugalæknir opnar stofu í haust

Anna Björnsdóttir taugalæknir, sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi og hreyfiröskunum, mun opna stofu í Læknasetrinu í Mjódd í september næstkomandi. Anna lauk nýverið framhaldsnámi í parkinsonsjúkdómi og hreyfiröskunum við Duke háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum og starfar nú á Duke sem sérfræðingur í greininni. Sjúklingar með Parkinson og aðrar hreyfiraskanir s.s. skjálfta, dystoniur, kæki, fótaóeirð og Huntington sjúkdóm munu fá forgang í að bóka tíma hjá Önnu. Við munum senda út aðra tilkynningu þegar Anna byrjar að taka við bókunum en þangað til geta sjúklingar skráð sig á listann og fengið upplýsingar þegar bókanir hefjast.