Gleðilegt sumar

Parkinsonsamtökin á Íslandi óska öllum félagsmönnum gleðilegs sumars og þakka fyrir ánægjulegar samverustundir á liðnum vetri. Minnum á að síðasti laugardagsfundur vetrarins verður laugardaginn 3. maí og jafningjastuðningsfundir verða samkvæmt venju haldnir annan hvern miðvikudag út maímánuð.

Laugardagsfundur 5. apríl

Næsti laugardagsfundur verður þann 5. apríl 2014 kl. 11.00 í kaffistofunni á 1. hæð í Hátúni 10b. Gestir fundarins verða tveir að þessu sinni, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Katrín Klara Þorleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Eirbergi.…