Laugardagsfundurinn 3. maí

Síðasti laugardagsfundur vetrarins verður þann 3. maí kl. 11.00 í kaffistofunni á 1. hæð í Hátúni 10b. Á fundinum munu fulltrúar frá Bandalagi íslenskra skáta koma og kynna skátastarf á Íslandi og rithöfundurinn Sigurbjörg Þrastardóttir mun lesa frumsamin ljóð. Að…

Vorferð Parkinsonsamtakanna 2014

Hin árlega vorferð Parkinsonsamtakanna verður þann 10. maí og að þessu sinni verður farið um Reykjanes. Hörður Gíslason verður leiðsögumaður í ferðinni. Dagskrá: Farið frá Mjódd laugardaginn 10. maí n.k. kl. 10:30, austan við Strætóhúsið á almennu bílastæði við Stekkjarbakka.…

Gleðilegt sumar

Parkinsonsamtökin á Íslandi óska öllum félagsmönnum gleðilegs sumars og þakka fyrir ánægjulegar samverustundir á liðnum vetri. Minnum á að síðasti laugardagsfundur vetrarins verður laugardaginn 3. maí og jafningjastuðningsfundir verða samkvæmt venju haldnir annan hvern miðvikudag út maímánuð.

Ganga niður Skólavörðustíginn 9. apríl

Miðvikudaginn 9. apríl verður ekki hefðbundinn jafningjastuðningsfundur heldur ætlum við að breyta út af vananum og ganga niður Skólavörðustíginn undir leiðsögn Harðar Gíslasonar. Gengið verður frá styttu Leifs Eiríkssonar, sem stendur fyrir framan Hallgrímskirkju, kl 17.00 en ferðin endar á…

Laugardagsfundur 5. apríl

Næsti laugardagsfundur verður þann 5. apríl 2014 kl. 11.00 í kaffistofunni á 1. hæð í Hátúni 10b. Gestir fundarins verða tveir að þessu sinni, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Katrín Klara Þorleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Eirbergi.…