1. maí ganga ÖBÍ 2017

Tökum þátt í kröfugöngu og hátíðarhöldum 1. maí. Öryrkjabandalagið ætlar að bjóða aðildarfélögum, þar á meðal öllum félagsmönnum í Parkinsonsamtökunum, upp á kjötsúpu í húsnæði sínu í Sigtúni 42 kl. 11:00 en kröfugangan hefst kl 13:00 við Hlemm. Slagorð okkar í ár er: Lúxus eða lífsnauðsyn? Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu.

Á Íslandi búa þúsundir manna, kvenna og barna við alvarlegan skort á efnislegum gæðum. Það er staðreynd að þessi hópur getur ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að festast í fátæktargildru til frambúðar. Hvernig má það vera að íslensk börn í vel stæðu samfélagi fái ekki þann mat sem ráðlagt er að borða og foreldrar þeirra geti ekki greitt fyrir lyf og læknisþjónustu nema annað sé látið sitja á hakanum?

Við krefjumst réttlætis.

Vertu með okkur í göngunni 1. maí.